Verð á hráolíu lækkaði á mörkuðum síðdegis og fór um tíma undir 120 dali fyrir tunnu. Er ástæðan upplýsingar um, að olíuframleiðsluríki innan OPEC samtakanna hafi aukið olíuframleiðslu á síðustu vikum á sama tíma og dregið hefur úr eftirspurn í Bandaríkjunum og Evrópu.
Í morgun hækkaði olíuverð í viðskiptum í Asíu en lækkaði síðan þegar leið á daginn þrátt fyrir fréttir af því að nýr hitabeltisstormur hefði myndast á Mexíkóflóa og útlit væri fyrir að hann færi yfir olíuvinnslumannvirki.
Verð á hráolíutunnu lækkaði um 4,10 dali og var 121 dalur nú síðdegis. Brent Norðursjávarolía lækkaði um 3,55 dali á markaði í Lundúnum og var 120,63 dalir tunnan.