Álag bankanna hækkar enn

Skuldatryggingarálag Glitnis og Kaupþings er komið yfir 1.000 punkta. Álag á Kaupþingi er rúmir 1.040 punktar, á Glitni 1.055 en er þó nokkuð lægra á skuldatryggingar Landsbankans, eða 725 punktar.

Þetta er hækkun um 15-30 punkta hjá Kaupþingi og Glitni frá því í síðustu viku, en 100 punkta hækkun hjá Landsbankanum.

Skuldatryggingarálag mælir hvað það kostar fyrir fjárfesta að kaupa tryggingu gegn því að útgefandi viðkomandi skuldabréfs geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Kostnaðurinn er mældur sem álag ofan á grunnvexti. Þannig gefa 1.000 punktar til kynna 10% álag, 750 punktar 7,5% álag o.s.frv.

Álagið er almennt talið vera einn besti mælikvarðinn á þau markaðskjör sem bankar standa frammi fyrir á alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka