Fjöldi málssókna er í uppsiglingu í Bandaríkjunum gegn Actavis vegna hjartalyfs, sem fyrirtækið tók af markaði fyrr á þessu ári. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins og einnig, að hugsanlegt sé að málin verði sameinuð í eina hópmálssókn fyrir alríkisrétti.
Actavis hefur innkallað hátt í 70 lyfjategundir sem framleiddar voru í einni af verksmiðjum fyrirtækisins í Bandaríkjunum.