Róbert hættir hjá Actavis

Róbert Wessman.
Róbert Wessman.

Ró­bert Wessman læt­ur af störf­um sem for­stjóri Acta­vis í dag sam­kvæmt áreiðan­leg­um heim­ild­um mbl.is. Í hans stað kem­ur Sig­urður Óli Ólafs­son, nú­ver­andi aðstoðarfor­stjóri. Björgólf­ur Thor Björgólfs­son, aðal­eig­andi Acta­vis, til­kynnti starfs­mönn­um fé­lags­ins um þetta fyrr í dag.

Ró­bert mun snúa sér al­farið að fjár­fest­inga­fé­lag­inu sínu Salt In­vest­ment, og mun hafa talið hags­mun­um sín­um bet­ur þjónað þannig. Ró­bert mun þó sitja áfram í stjórn Acta­vis.


Ró­bert var ráðinn for­stjóri lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Delta í Hafnar­f­irði árið 1999, þá þrítug­ur að aldri. Hann varð for­stjóri Acta­vis árið 2002, í kjöl­far samruna lyfja­fyr­ir­tækj­anna. Fyr­ir­tækið hef­ur vaxið mjög og er í hópi stærstu fyr­ir­tækja heims á sviði fram­leiðslu sam­heita­lyfja.

Sig­urður Óli hef­ur verið aðstoðarfor­stjóri Acta­vis frá því í des­em­ber 2006.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK