Róbert hættir hjá Actavis

Róbert Wessman.
Róbert Wessman.

Róbert Wessman lætur af störfum sem forstjóri Actavis í dag samkvæmt áreiðanlegum heimildum mbl.is. Í hans stað kemur Sigurður Óli Ólafsson, núverandi aðstoðarforstjóri. Björgólfur Thor Björgólfsson, aðaleigandi Actavis, tilkynnti starfsmönnum félagsins um þetta fyrr í dag.

Róbert mun snúa sér alfarið að fjárfestingafélaginu sínu Salt Investment, og mun hafa talið hagsmunum sínum betur þjónað þannig. Róbert mun þó sitja áfram í stjórn Actavis.


Róbert var ráðinn forstjóri lyfjafyrirtækisins Delta í Hafnarfirði árið 1999, þá þrítugur að aldri. Hann varð forstjóri Actavis árið 2002, í kjölfar samruna lyfjafyrirtækjanna. Fyrirtækið hefur vaxið mjög og er í hópi stærstu fyrirtækja heims á sviði framleiðslu samheitalyfja.

Sigurður Óli hefur verið aðstoðarforstjóri Actavis frá því í desember 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka