Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar nam útflutningur í júlí 34,4 milljörðum króna og innflutningur 52,6 milljörðum króna. Vöruskiptin í júlí, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 18,2 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.
Í fyrra var vöruskiptajöfnuður í júlí óhagstæður um 10,9 milljarða.
Hagstofan segir, að vísbendingar séu um aukinn innflutning á hrávörum og eldsneyti en minni útflutning flugvéla, sjávarafurða og áls í júlí miðað við júní.
Fyrstu sex mánuði ársins jókst útflutningur um 14,1% en innflutningur var svipaður og á sama tíma árið áður á föstu gengi.