Ósætti á hluthafafundi SPRON

Frá hluthafafundi SPRON sem hófst klukkan 17.
Frá hluthafafundi SPRON sem hófst klukkan 17. mbl.is/Kristinn

Nokkurt ósætti er með framlagða tillögu stjórnar SPRON á hluthafafundi félagsins og hafa nokkrir hluthafar stigið í pontu og viðrað skoðanir sínar á samrunanum og samrunaferlinu.

Hafa stjórnendur SPRON verið sakaðir um ósannindi þegar þeir hafa sagt stöðu SPRON góða og hafa hluthafar sagt Kaupþing hafa öll tögl og hagldir í samrunaferlinu. Hafa hluthafar leitt líkur að því að stjórn SPRON hafi vitað að verðmat SPRON við hlutafélagavæðingu félagsins, þar sem sjóðurinn var metinn á 60 milljarða, stæðist ekki. 

Þá hefur af fundarmönnum verið dregið í efa yfirlýsingar stjórnar SPRON að SPRON muni lengi fá að vera sjálfstæð eining innan Kaupþings og að uppsagnir verði ekki að veruleika. 

Birgir Örn Steingrímsson, hluthafi, lagði það til á fundinum að verði sameiningin samþykkt muni óánægðir hluthafar ráða sér lögfræðing og leita réttar síns. 

Þá hefur eignarhald SPRON á hlutabréfum í Exista verið gagnrýnt og hún sögð áhrifavaldur í því hvernig komið er fyrir SPRON nú.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK