Samruninn samþykktur

Frá hluthafafundi SPRON í kvöld.
Frá hluthafafundi SPRON í kvöld. mbl.is/Kristinn

Hluthafafundur SPRON hefur samþykkt samruna SPRON og Kaupþings. Af 3.514 milljónum greiddra atkvæða greiddu handhafar 2.940 milljóna króna hlutafjár að nafnvirði atkvæði með tillögunni, en handhafar 570 milljóna króna á móti.

Til þess að tillagan teldist samþykkt þurfti 67% eða 2/3 atkvæða á
fundinum, tillagan var samþykkt með 78,78% atkvæða.

Erlendur Hjaltason, stjórnarformaður SPRON, sagði þegar þessi niðurstaða lá fyrir, að stigið hefði verið gæfuspor. Fjármálamarkaðir hefðu gengið í gengum miklar breytingar og hann væri þess fullviss, að með þessari niðurstöðu  væri  hagur hluthafa tryggður svo vel sem hægt er.

Erlendur sagði, að verði samruninn samþykktur af yfirvöldum sé ljóst að breytingar séu framundan en breytingum fylgi tækifæri. 

Samruninn er háður samþykki Fjármálaeftirlitsins og háður því að
samkeppnisyfirvöld ógildi hann ekki eða setji honum skilyrði sem stjórnir
félaganna telja óviðunandi eða leiði til þess að óhjákvæmilegt sé að leggja ákvörðun um samrunann að nýju fyrir hluthafafund í SPRON. Samþykkis lánveitenda vegna samrunans hefur þegar verið aflað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK