Of dýrt að efla gjaldeyrisforðann nú

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra mbl.is/Árni Sæberg

Sé tekið mið af stöðunni á alþjóðleg­um láns­fjár­mörkuðum í dag er ein­fald­lega of dýrt fyr­ir ís­lenska ríkið að taka lán til að styrkja gjald­eyr­is­forðann. Þetta kem­ur fram í viðtali við Árna M. Mat­hiesen á fjár­mála­vefn­um Bloom­berg.

Verð á er­lendu láns­fé sé óviðun­andi og því beri að fresta skulda­bréfa­út­gáfu um sinn.

Vís­ar Árni þar til að þess að skulda­trygg­inga­álag ís­lenska rík­is­ins hef­ur hækkað nær fjór­falt það sem af er ári. Kost­ar nú 5% ofan á út­gefið bréf til fimm ára að tryggja að ríkið standi við skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart fjár­fest­um.

Árni ít­rek­ar þetta í viðtal­inu: „Samþykkj­um við skil­mála, sem eru greini­lega óviðun­andi, og greini­lega ekki í neinu sam­hengi við það sem við erum að gera, né í neinu sam­hengi við það hvernig við sjá­um bank­ana, þá vær­um við að skrifa und­ir með þeim sem taka stöðu gegn okk­ur.“

Milli steins og sleggju

Rík­is­stjórn­in vilji því að Seðlabank­inn efli gjald­eyr­is­forðann, með það að mark­miði að vera trú­verðugri þegar kem­ur að því að lána viðskipta­bönk­un­um. Sér­fræðing­ur Bloom­berg tel­ur hins veg­ar að rík­is­stjórn­in sé á milli steins og sleggju þegar kem­ur að lán­töku og í raun þurfi Seðlabank­inn að gefa út skulda­bréf sem fyrst. Ástandið muni ekki batna það sem eft­ir er af ár­inu og gæti í raun versnað.

Árni tel­ur að aukn­ing gjald­eyr­is­forðans sé ekki eitt­hvað sem megi bú­ast við í fyr­ir­sjá­an­legri framtíð. Hins veg­ar sé ljóst, að sé tekið mið af vægi bank­anna sé nauðsyn á öfl­ugri gjald­eyr­is­forða en ella, og hann þurfi að byggja upp með tím­an­um. Það sé ekki kost­ur í stöðunni að minnka bank­ana til að forðinn falli bet­ur að eign­um þeirra.

„Við met­um það svo að bank­arn­ir séu ekki í bráðri hættu á að reka í þrot,“ seg­ir Árni að lok­um. „Ef rekst­ur bank­anna geng­ur vel og er stöðugur myndi ég ekki vilja sjá þá minni.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK