Tryggingaálagið tæknilegt vandamál

Skuldatryggingaálagið á íslensku bankanna er of hátt vegna tæknilegra vandkvæða á markaðinum. Þetta er meginniðurstaða skýrslu sem Royal Bank of Scotland (RBS) hefur tekið saman um efnið.

Þar kemur fram að það sé í raun enginn markaður fyrir skuldabréfin. Einungis örfáir aðilar séu í miðlun og þá jafnvel aðeins að nafninu til. Kaupendur séu ekki að kaupa skuldabréfin til að græða á fjárfestingunni, heldur til þess að verja sig (e. hedge) fyrir einhverju öðru.

Bréfin eru ekki tekin að láni til að selja þau, heldur eiga kaupendur þau og veðja á lækkun álagsins. Ef ávöxtunarkrafan lækkar þá hækkar verðið.

Í skýrslunni segir að aðalatriðið sé að bankarnir hafi skilað ásættanlegum uppgjörum, að teknu tilliti til gengis- og verðbólguáhrifa og skattalegra afskrifta.

Hvað ríkið varðar, er sagt að efling gjaldeyrisforða og útgáfa skuldabréfa sé í raun ekki áhrifaþáttur á tryggingaálagið og því ekki hægt að taka undir gagnrýni þess efnis.

Ef og aðeins ef

RBS telur mjög líklegt að Kaupþing fái leyfi til að gera upp í evrum í lok árs. Það þýði að þeir muni minnka stöðutöku í krónunni verulega. Kaupþing muni væntanlega fara varlega í það til að fyrirbyggja öra lækkun krónunnar.

Lántaka bankanna hefur hingað til verið á lokuðum mörkuðum eða í gegnum einkaútgáfu. RBS telur hins mögulegt, ef og aðeins ef álagið lækkar, að þeir muni leita inn á opna lánsfjármarkaði.

Að lokum er bent á, að sé hið tæknilega hálstak skuldatryggingaálagsins rofið, ættu bankarnir að sjá aftur sömu tölur og í vor þegar álagið var hvað lægst. Fyrir fjárfesta sé biðstaða því æskileg.

Í hnotskurn
» Skuldatryggingaálag Glitnis og Kaupþings hefur undanfarið verið yfir 10% og Landsbankans í kringum 7%. Það er nú aftur tekið að lækka.
» Skuldatryggingaálag mælir hvað það kostar fyrir fjárfesta að kaupa tryggingu gegn því að útgefandi viðkomandi skuldabréfs geti ekki staðið við skuldbindingar sínar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka