Dagvöruvelta aldrei aukist meira

Velta í dagvöruverslun jókst um 22,2% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi, samkvæmt smásöluvísitölu Rannsóknaseturs verslunarinnar við Háskólann á Bifröst. Vöxturinn hefur aldrei verið meiri frá upphafi mælinga árið 2001. Á föstu verðlagi jókst velta í dagvöruverslun um 3,2% frá því í fyrra.

Ljóst er því að verðlagsáhrif vega þyngst í hinni miklu krónutöluhækkun. Á föstu verðlagi jókst smásöluverslun alls um 6,7%. Þar af var mest aukning í áfengissölu, eða sem nemur 17,1%. Skóverslun dróst hins vegar saman um 10,4% milli ára. Þá er 13,2% aukning á smásöluverslun í heild sinni frá því júní, á föstu verðlagi.

Í skýrslu rannsóknasetursins segir að verðhækkanir á matvælum í verslunum hafi verið í takt við hækkanir frá innlendum framleiðendum, samkvæmt mælingum Hagstofunnar.

„Þannig ráðast verðhækkanir ekki af aukinni álagningu í smásöluverslun heldur af innkaupaverði þeirra. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK