Fjögurra milljarða viðskipti með Kaupþing

Ein viðskipti fyrir 4.115 milljónir króna með bréf Kaupþings fóru fram á hádegi í dag. Gengi viðskiptanna var 722 krónur, en gengi Kaupþings er nú 721 króna. Fjöldi bréfanna svarar til 0,77% hlutar í bankanum.

Fyrir helgi, á fimmtudag annars vegar og föstudag hins vegar, voru viðlíka stór viðskipti með bréf bankans, þ.e. samanlagt fyrir nær átta milljarða króna. Þessi þrenn viðskipti svara samanlagt til nær 2,3% hlutar í Kaupþingi, en fyrir helgi fengust engin svör frá bankanum um hver stæði að baki þessum viðskiptum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka