Methagnaður hjá OPEC ríkjunum

Aðild­ar­ríki OPEC, sam­taka ol­íu­út­flutn­ingsþjóða, högnuðust álíka mikið á fyrri helm­ingi árs­ins og á síðasta ári í heild sinni. Þannig var rekstr­araf­gang­ur ríkj­anna 645 millj­arðar dala, eða 52.664 millj­arðar króna. Hækk­andi olíu­verð og met­fram­leiðsla skýra þessa af­komu.

Með þess­um vexti yrði hagnaður árs­ins 1.245 millj­arðar  dala, sam­an­borið við 671 millj­arða  í fyrra.  Fimmt­ungs­lækk­un olíu­verðs und­an­farna daga er ekki tal­in lík­lega til að draga úr þess­um gróða að ráði.

Fram kem­ur á vef Fin­ancial Times að rjúk­andi olíu­verð hafi meiri áhrif í Fló­an­um held­ur en ann­ars staðar á heimskringl­unni, þar eru ýmis millj­arðadala­verk­efni í vinnslu. Þá hafa fjár­fest­inga­sjóðir í rík­is­eigu aukið starf­semi sína, ekki síst í ljósi lækk­andi hluta­bréfa­verðs ann­ars staðar í heim­in­um.

Viðmæl­end­ur FT benda þó á að tak­mörk séu fyr­ir hversu mik­inn olíu­hagnað Flóa­rík­in geta inn­byrt. Auk­inn sparnaður í öðrum heims­hlut­um muni að ein­hverju leyti draga úr áfram­hald­andi vexti.

Ýmsir ráðamenn í aðild­ar­ríkj­um OPEC í Miðaust­ur­lönd­um hafa talað fyr­ir minni op­in­ber­um út­gjöld­um í því skyni að draga úr verðbólgu sem hef­ur víða náð tveggja stafa tölu og veld­ur vax­andi áhyggj­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka