Aðskilnaður hjá blæðandi UBS

Svissneski bankinn UBS tapaði 358 milljónum  franka eða tæpum 27 milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er fjórði fjórðungurinn í röð sem UBS skilar tapi, en bankinn hefur orðið verst úti í þeim þrengingum sem eru á fjármálamarkaði meðal evrópskra banka. Til samanburðar var 5,55 milljarða franka hagnaður á sama tíma í fyrra.

Afskriftir vegna misfarinna fjárfestinga námu 42,5 milljörðum Bandaríkjadala, eða hátt í  3.500 milljörðum króna. Síðustu níu mánuði þar á undan námu uppsafnaðar afskriftir 37,4 milljörðum dala.

Forstjóri bankans, Marcel Rohner, sagði UBS hafa glatað nokkurri markaðshlutdeild vegna frammistöðu sinnar á órólegum markaði.

Nú er áformað að auka sjálfstæði sviða bankans og aðskilja fjárfestingabankastarfsemi og eignastýringu.

„Afkoma okkar hefur greinilega leitt í ljós þá veikleika sem tengjast því að vera með „allt undir einum hatti“,“ sagði Rohner. Sumt af þessum veikleikum leiddi til aukinnar áhættu, sem myndi síður verða innan smærri fyrirtækis. Nú þegar hefði verið dregið úr áhættu, kostnaði og starfsfólki innan fjárfestingabankasviðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka