Indverskt stórfyrirtæki hefur gert samning við Baug um að opna 20 leikfangaverslanir á Indlandi á næstu 7 árum. Búðirnar verða útibú frá hinni frægu verslun Hamleys og munu fyrstu tvær verslanirnar opna í Mumbai og Nýju Deli á næsta ári.
AFP fréttastofan skýrir frá því að Reliance Industries muni taka þátt í stærsta vaxtarstökki sem hin fræga verslunarkeðja hefur lent í á þeim 248 árum sem hún hefur verið starfrækt.