Lækkun vaxta jákvæð skilaboð

Íbúðalánasjóður lækkaði í gær vexti á íbúðalánum. Lán með uppgreiðsluákvæði ber nú 4,9% vexti í stað 5,05%. Þá verða vextir íbúðalána án uppgreiðslugjalds 5,4% en þeir voru 5,55%.

„Ég tel að áhrifin séu lítil, þetta er ekki stóri þátturinn. Það eru margir aðrir þættir sem vega þungt svo sem atvinnuöryggi, kaupmáttur og erfitt aðgengi að hagstæðri fjármögnun. Auk þess sem væntingar um verðlækkun gerir það verkum að fólk heldur að sér höndum,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir hagfræðingur hjá Glitni.

Íbúðalánasjóður hefur lækkað útlánsvexti sína tvisvar með stuttu millibili. Fyrst í júní um 0,15 prósentustig og svo aftur í gær.

Velta á fasteignamarkaði jókst lítillega í júlí eftir að hafa verið í lágmarki í júní.

„Þetta er jákvæð frétt sem hefur jákvæð áhrif. Óvíst er hvort hægt sé að mæla áhrifin með einhverri reglustiku, óskandi væri að hámarkslánin yrðu hækkuð,“ segir Kjartan Hallgeirsson löggiltur fasteignasali hjá Eignamiðlun.

Vaxtalækkunin mun líklega hafa mest áhrif á landsbyggðinni þar sem verð er lægra en í höfuðborginni. Samkvæmt gögnum frá Hagstofunni hefur fasteignaverð á landsbyggðinni hækkað 5% meira en á höfuðborgarsvæðinu síðastliðið eitt og hálft ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK