Myndband sem sýnir breskan togara kasta um fimm tonnum af fiski í sjóinn hefur vakið mikla reiði í Noregi og meðal umhverfisverndarsinna.
Áhöfn á skipi norsku landhelgisgæslunnar náði myndum af skipinu Prolific sem veiddi fullfermi af þorski og öðrum hvítum fiski í norskri lögsögu en kastaði svo um 80 prósentum aflans fyrir borð innan breskrar lögsögu.
Á vef Guardian segir að brottkast sé ólöglegt í Noregi en áhafnir skipa sem skráð eru í ríkjum Evrópusambandsins neyðist til að losa sig við fisk, hafi þeir veitt ranga tegund eða ef fiskurinn er of smár.
ESB áætlar að 40 og 60 prósentum af fiski sem er veiddur í Norðursjó sé kastað fyrir borð, en viðurkennt er að brottkast sé óhjákvæmilegur fylgifiskur núverandi kvótakerfis ESB. atlii@24stundir.is