Hráolíuverð hækkar annan daginn í röð

Verð á hrá­ol­íu hækkaði á mörkuðum í Asíu í morg­un og er 117 dal­ir tunn­an eft­ir að ljóst varð að eldsneyt­is­birgðir í Banda­ríkj­un­um voru minni held­ur en talið var. Verð á hrá­ol­íu til af­hend­ing­ar í sept­em­ber hækkaði um 75 sent og er 116,75 dal­ir tunn­an í ra­f­ræn­um viðskipt­um á NY­MEX markaðnum í New York. Í Lund­ún­um hækkaði einnig verð á Brent Norður­sjávar­ol­íu og er 114,16 dal­ir tunn­an á olíu til af­hend­ing­ar í sept­em­ber.

Er þetta ann­ar dag­ur­inn í röð sem verð á hrá­ol­íu hækk­ar en á miðviku­dag fór verð á hrá­ol­íu til af­hend­ing­ar í sept­em­ber niður í 112,87 dali tunn­an á NY­MEX markaðnum. Þann 11. júlí, er verð á hrá­ol­íu var í sögu­legu há­marki, var það 147,27 dal­ir tunn­an.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK