Kögun gerir samning við stjórnvöld í Liechtenstein

Kögun gekk nýlega frá samningi við stjórnvöld í Liechtenstein um að taka að taka sér þróun og uppsetningu hugbúnaðarkerfis sem notað verður við afgreiðslu vegabréfsáritana til Liechtenstein.

Ákvörðunin um kaup á kerfinu var tekin í framhaldi af forgreiningu sem Kögun vann í vor sem leið, samkvæmt tilkynningu.

Liechtenstein undirbýr nú aðild sína að Schengen-samningnum sem gerir kröfur til aðildarríkjanna um að þau uppfylli ákveðnar skyldur sem lúta að miðlun upplýsinga milli þátttökulandanna m.a. um veittar vegabréfsáritanir til aðila sem koma frá ríkjum utan svæðisins.

„Kerfið sem um ræðir nefnist VISION  og var þróað af Kögun fyrir íslensk stjórnvöld þegar Ísland gerðist aðili að Schengen-samningnum árið 2001 og hefur verið í notkun hér á landi síðan. 

Til þeirra hugbúnaðarkerfa sem notuð eru til að uppfylla skyldur samningsins eru gerðar ríkar kröfur um m.a.  áreiðanleika og viðmót. Gagnvart smærri ríkjum eru kröfurnar þær sömu og hjá stærri ríkjum og getur það því reynst þeim snúið að verða við öllum kröfum en verja þó ekki stærri upphæð til verksins en réttlætanlegt má teljast," samkvæmt tilkynningu frá Kögun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK