Flugfélögin British Airways, American Airlines og spænska flugfélagið Iberia hafa undirritað samstarfssamning um flug milli Norður-Ameríku og Evrópu.
Segir í tilkynningu að flugfélögin ætli að sækja um undanþágu frá samkeppnisreglum, vegna markaðsráðandi stöðu til bandarískra yfirvalda. Þá muni þau einnig hafa samráð við samkeppnisyfirvöld ESB.
Lengi hefur verið búist tilkynningu um samstarf flugfélagana. Sáu fulltrúar hins breska flugfélags Virgin, ástæðu til að vara báða bandarísku forsetaframbjóðendurnar við því að samstarfið gæti haft samkeppnishamlandi áhrif á hina ábatasömu flugleið yfir Atlantshafið.
Mótrök samstarfsaðilanna þriggja eru hins vegar að nánara samstarf hvað varðar verð og sætaframboð, komi viðskiptavinum til góða með bættum flugsamgöngum og flugáætlunum.