Fulltrúaráð Sparisjóðs Mýrasýslu samþykkti fyrir skömmu tillögu um aukningu stofnfjár, sem gerði Kaupþingi og öðrum fjárfestum kleyft að koma inn í eigendahóp sjóðsins. Hefur stofnféð þegar verið aukið og á Kauþing nú 70% í SPM, Borgarbyggð 20% og Straumborg, félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar, eiganda Byko, 10%
Ný stjórn sparisjóðsins var kosin að stofnfjáraukningunni lokinni og sitja í henni þeir Óðinn Sigþórsson og Þorvaldur Jónsson fyrir hönd Borgarbyggðar, Róbert Agnarsson og Þórbergur Guðjónsson fyrir hönd Kaupþings og Guðmundur Jónsson fyrir hönd Straumborgar.