Úrvalsvísitala kauphallarinnar hefur hækkað um 1,1% í dag og er gildi hennar nú 4.289 stig. Ekkert félag hefur lækkað en mest hækkun er á gengi bréfa Eik banka, um 11,1%, Exista um 4,1% og Bakkavarar um 2,4%.
Velta með hlutabréf nemur nú tæpum milljarði króna.
Hlutabréfavísitalan í Ósló hefur hækkað um 0,6%, í Stokkhólmi um 0,2%, Kaupmannahöfn um 0,7%, Helsinki 0,2% og samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur hækkað um 0,4%.