Verð á únsu af gulli er nú komið undir 800 dali og rekja greinendur það til verðlækkunar á hráolíu og sterkara gengi bandaríkjadals.
Sterkari dalur, dregur gjarnan úr eftirspurn á vörum á borð við gull og olíu sem eru verðlagðar út frá dalnum. Hins vegar telja margir fjárfestar gull vera góða tryggingu gegn verðbólgu, sem í mörgum ríkjum er drifin af hráolíuhækkunum. Hráolían er hins vegar tekin að falla hratt í verði vegna ótta við minnkandi eftirspurn og efnahagslægð á heimsvísu.