Hráolíuverð á hraðri niðurleið

Verð á hráolíu hefur lækkað umtalsvert í dag
Verð á hráolíu hefur lækkað umtalsvert í dag Reuters

Verð á hráolíu hefur lækkað um rúma þrjá dali á NYMEX markaðnum í New York það sem af er degi. Síðdegis voru viðskipti með olíu til afhendingar í september á 111,67 dali tunnan og hefur ekki verið lægra síðan í byrjun maí eða í rúma þrjá mánuði.

Í dag hefur olíuverð lægst farið í 111,34 dali tunnan og hefur ekki farið lægra síðan 2. maí sl. Er það nú rúmum 35 dölum lægra heldur en þann 11. júlí er það var í sögulegu hámarki í rúmum 147 dölum tunnan. Er þetta 24% lækkun á einungis rúmum mánuði.

Í Lundúnum voru viðskipti með Brent Norðursjávarolíu á 110,68 dali tunnan og nemur lækkun dagsins því rúmum þremur dölum á tunnuna.

Íslensku olíufélögin hafa ekki tilkynnt um neina lækkun á eldsneytisverði í dag þrátt fyrir mikla lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu í dag og í gær. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka