Skuldatryggingaálag bankanna er nú á hraðri niðurleið og er farið að nálgast álagið frá því í júní.
Skuldartryggingarálag Kaupþings stendur nú í 630 punktum og hefur lækkað um 350 punkta í vikunni. Þá hefur álag Glitnis lækkað um 305 punkta og stendur nú í 680 punktum. Álag Landsbankans er komið niður í 410 punkta eftir 240 punkta lækkun í vikunni.
Hins vegar er bent á það á Morgunkorni Glitnis að skuldatryggingaálag ríkissjóðs hafi haldist mun stöðugra en álag bankanna og hafi í raun lítið breyst frá 250 punktunum í júní.
Í Morgunkorni Glitnis er bent á að margar samverkandi ástæður séu fyrir mikilli lækkun álags bankanna nú: