Sterlingspundið veiktist verulega í kjölfar verðbólguskýrslu Breska Seðlabankans sem birt var í vikunni og hefur pundið ekki verið jafn veikt í nær tvö ár. Í skýrslu seðlabankans er varað við því að verulega sé að hægja á hjólum efnahagslífsins. Hagvöxtur komi til með að standa í stað eða jafnvel minnka.
Hefur pundið nú veikst, gagnvart bandaríkjadal í 11 daga samfleytt en það hefur ekki gerst í 37 ár.