Verð á hráolíu niður fyrir 114 dali tunnan

Talið er að versnandi efnahagsástand muni draga úr eldsneytisnotkun
Talið er að versnandi efnahagsástand muni draga úr eldsneytisnotkun FRANK FRANKLIN II

Verð á hrá­ol­íu fór niður fyr­ir 114 dali tunn­an í viðskipt­um í Asíu í morg­un. Skýrist lækk­un­in einkum af vanga­velt­um fjár­festa um að minni hag­vöxt­ur í helstu iðnríkj­um heims muni þýða minni eft­ir­spurn eft­ir olíu. Eins hafði styrk­ing Banda­ríkja­dals áhrif til lækk­un­ar olíu­verðs.

Verð á hrá­ol­íu til af­hend­ing­ar í sept­em­ber lækkaði um 1,54 dali tunn­an í í 113,47 dali tunn­an í ra­f­ræn­um viðskipt­um á NY­MEX markaðnum í New York í morg­un. Í gær­kvöldi lækkaði verð á hrá­ol­íu um 99 sent í 115,01 dal tunn­an.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK