Warren Buffet fjárfestir í orku og samgöngum

Warren Buffett.
Warren Buffett. AP

War­ren Buf­fet, einn þekkt­asti fjár­fest­ir heims hef­ur op­in­berað um­fangs­mik­il kaup í orku- og sam­göngu­fyr­ir­tækj­um í Banda­ríkj­un­um.

Hjá CNN­Mo­ney kom fram að eign­ar­halds­fé­lag hans Berkeley Hat­haway skilaði eigna­yf­ir­liti til banda­ríska fjár­mála­eft­ir­lits­ins SEC í gær. Þar sást að Buf­fet átti í lok júní 3,2 millj­ón­ir hluta i orku­heild­sal­an­um NRG Energy og er það nýtt fé­lag í um­fangs­miklu eignsafni hans.

Buf­fet hef­ur einnig tvö­faldað hlut sinn í járn­braut­ar­is­an­um Uni­on Pacific Group. Hann á nú 8,9 millj­ón­ir hluta í gegn­um Berkeley en í lok fyrsta árs­fjórðungs átti hann 4,45 millj­ón­ir hluta.

Þá hef­ur Berkeley Hat­haway fengið leyfi til að halda leyndri á þess­um árs­fjórðungi, stærð hlut­ar síns í olíu­hreins­un­ar­fyr­ir­tæk­inu ConocoPhil­ips.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK