Warren Buffet fjárfestir í orku og samgöngum

Warren Buffett.
Warren Buffett. AP

Warren Buffet, einn þekktasti fjárfestir heims hefur opinberað umfangsmikil kaup í orku- og samgöngufyrirtækjum í Bandaríkjunum.

Hjá CNNMoney kom fram að eignarhaldsfélag hans Berkeley Hathaway skilaði eignayfirliti til bandaríska fjármálaeftirlitsins SEC í gær. Þar sást að Buffet átti í lok júní 3,2 milljónir hluta i orkuheildsalanum NRG Energy og er það nýtt félag í umfangsmiklu eignsafni hans.

Buffet hefur einnig tvöfaldað hlut sinn í járnbrautarisanum Union Pacific Group. Hann á nú 8,9 milljónir hluta í gegnum Berkeley en í lok fyrsta ársfjórðungs átti hann 4,45 milljónir hluta.

Þá hefur Berkeley Hathaway fengið leyfi til að halda leyndri á þessum ársfjórðungi, stærð hlutar síns í olíuhreinsunarfyrirtækinu ConocoPhilips.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka