Almar aftur forstjóri Sterling

Almar Örn Hilmarsson.
Almar Örn Hilmarsson.

Alm­ar Örn Hilm­ars­son hef­ur aft­ur tekið við starfi for­stjóra danska flug­fé­lags­ins Sterl­ing. Alm­ar steig úr for­stjóra­stóln­um fyrr á þessu ári en í millitíðinni gegndi Banda­ríkjamaður­inn Reza Taleg­hani starfi for­stjóra.

Á vef danska viðskipta­blaðsins Bör­sen er haft eft­ir frétta­til­kynn­ingu að end­ur­koma Alm­ars komi í kjöl­far breyt­inga á eign­ar­haldi Sterl­ing, en fjár­fest­ir­inn Pálmi Har­alds­son sit­ur nú einn að baki eign­ar­halds­fé­lag­inu Nort­hern Tra­vel Hold­ing, fé­lag­inu sem á Sterl­ing.

Í til­kynn­ingu frá Sterl­ing seg­ir að Alm­ar Örn Hilm­ars­son sé vel þekkt­ur meðal starfs­manna, sam­starfsaðila og viðskipta­vina Sterl­ing frá því að hann gegndi stöðu for­stjóra frá sumr­inu 2005 til mars 2008. Breyt­ing­in muni styrkja áfram­hald­andi starf­semi.

Sam­hliða þessu muni Pálmi færa aukið fé inn í Sterl­ing í tengsl­um við yf­ir­tök­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK