Almar aftur forstjóri Sterling

Almar Örn Hilmarsson.
Almar Örn Hilmarsson.

Almar Örn Hilmarsson hefur aftur tekið við starfi forstjóra danska flugfélagsins Sterling. Almar steig úr forstjórastólnum fyrr á þessu ári en í millitíðinni gegndi Bandaríkjamaðurinn Reza Taleghani starfi forstjóra.

Á vef danska viðskiptablaðsins Börsen er haft eftir fréttatilkynningu að endurkoma Almars komi í kjölfar breytinga á eignarhaldi Sterling, en fjárfestirinn Pálmi Haraldsson situr nú einn að baki eignarhaldsfélaginu Northern Travel Holding, félaginu sem á Sterling.

Í tilkynningu frá Sterling segir að Almar Örn Hilmarsson sé vel þekktur meðal starfsmanna, samstarfsaðila og viðskiptavina Sterling frá því að hann gegndi stöðu forstjóra frá sumrinu 2005 til mars 2008. Breytingin muni styrkja áframhaldandi starfsemi.

Samhliða þessu muni Pálmi færa aukið fé inn í Sterling í tengslum við yfirtökuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK