Evran ákjósanleg

Jón Steinsson gagnrýndi kröfu um mikinn gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands.
Jón Steinsson gagnrýndi kröfu um mikinn gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands.

Peningamálastefnan er ekki að virka og því er ákjósanlegra að taka upp evru hér á landi til að tryggja verðstöðugleika sagði Jón Steinsson dósent í hagfræði við Columbia-háskólann í New York.

Þetta kom fram á fyrirlestri sem Jón hélt í Háskóla Íslands í hádeginu í dag um stöðu efnahagsmála. Hann sagði vandamál sem íslensk stjórnvöld horfðu fram á tvenns konar. Annars vegar væri verkefnið að ná niður verðbólguvæntingum og hins vegar að auka á trúverðugleika íslensks fjármálalífs þar sem Seðlabankinn væri lánveitandi til þrautavara.

Jón benti á að það væri dýrt fyrir ríkissjóðs að halda úti mjög stórum gjaldeyrisvaraforða. Það gæti kostað 5 til 15 milljarða á ári. Í raun væri það niðurgreiðsla skattgreiðenda á starfsemi banka svo þeir gætu gengið að hagstæðari fjármögnun í útlöndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK