Lífeyrissjóðir hafa lánað 14 milljarða

Lífeyrissjóðir hafa lánað 14 milljarða kr. til fasteignakaupa á þessu …
Lífeyrissjóðir hafa lánað 14 milljarða kr. til fasteignakaupa á þessu ári. mbl.is/Ásdís

Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa samtals lánað 14 milljarða króna til sjóðsfélaga til fasteignakaupa á fyrstu sjö mánuðum ársins. Þetta kemur fram í könnun sem Landssamtök lífeyrissjóða hefur gert.

Í frétt frá Ll segir að í umræðum um lánveitingar til fasteignaviðskipta hafi einatt verið vitnað til samdráttar í lánveitingu bankanna og mikilvægis íbúðalánasjóðs.

"Mikilvægt hlutverk lífeyrissjóðanna hefur gjarnan gleymst í umræðunni um fasteignamarkaðinn. Bæði eru þeir þýðingarmikil uppspretta fjármagns til Íbúðalánasjóðs með kaupum íbúðabréfa og jafnframt hafa þeir um áratugi verið stórir lánveitendur á fasteignamarkaði með lánveitingum til sjóðfélaga," segir í frétt á vef samtakanna.

Til samanburðar voru lánveitingar Íbúðalánasjóðs 33 milljarðar á sama tímabili. "Af þessum tölum má glöggt sjá að lánveitingar lífeyrissjóðanna hafa sem fyrr mikilvægu hlutverki að gegna í viðskiptum með fasteignir landsmanna á sama tíma og viðskiptabankar og sparisjóðir hafa dregið verulega úr lánum til fasteignakaupa."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK