Frost kaupir Rafkælingu

Kæl­ismiðjan Frost ehf. hef­ur keypt allt hluta­fé í Raf­kæl­ingu ehf. Kaup­in eru háð niður­stöðu áreiðan­leika­könn­un­ar og kaup­verðið trúnaðar­mál milli kaup­anda og selj­anda.

Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að Raf­kæl­ing hafi verið stofnað þann 1. Októ­ber 2001 með kaup­um á þjón­ustu­deild Em­mess-ís hf. Fyr­ir­tækið starfi að raf­magns-, frysti- og kæli­mál­um fyr­ir fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og heim­ili.

Einnig kem­ur fram að Kæl­ismiðjan Frost hafi byggt upp og þjónað kæli­kerf­um fyr­ir út­gerðar- og mat­væla­vinnslu­fyr­ir­tæki á Íslandi frá ár­inu 1993. Fyr­ir­tækið hafi hannað, sett upp og þjón­ustað kæli­kerfi í frysti­hús­um lands­ins, frystigeymsl­ur, ís­verk­smiðjur, svo og kæli­kerfi um borð í fiski­skip­um.

"Með kaup­um á Raf­kæl­ingu ehf. get­um við boðið viðskipta­vin­um okk­ar fjöl­breytt­ari þjón­ustu. Raf­kæl­ing ehf. hef­ur getið af sér gott orðspor hjá viðskipta­vin­um sín­um og falla kaup­in því vel við þá stefnu að veita ávallt bestu þjón­ustu til viðskipta­vina okk­ar." er haft eft­ir Gunn­ari Lar­sen , fram­kvæmd­ar­stjóra Kæl­ismiðjunn­ar Frost í frétta­til­kynn­ingu.

Fyr­ir­tækjaráðgjöf Reykja­vík Capital hf. annaðist milli­göngu um kaup­in og ráðgjöf til selj­enda. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka