Landic krefst 2,3 milljarða frá Stones

Íslenska fasteignafélagið Landic Property hefur krafið danska fjárfestingarfélagið Stones Invest um 140 milljónir danskra króna, jafnvirði um 2,3 milljarða íslenskra króna. Landic yfirtók í dag á ný félagið Keops Development, sem selt var til Stones Invest fyrr á þessu ári.  

Fréttavefur Berlingske Tidende hefur í dag eftir Michael Sheikh hjá Landic Property, að þrátt fyrir marga fundi hafi ekki fengist lausn á deilunum við stones Invest. Landic telji sig ekki lengur getað setið aðgerðalaust og horft á óstjórnina hjá Keops.  

Ýmsar fasteignir og byggingaverkefni fara nú á ný til Landic, þar á meðal bygging dómhús í Næstved á Sjálandi sem stöðvaðist vegna fjárhagserfiðleika Keops. 
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK