Olíuverð hækkar vegna yfirlýsinga Venesúela

Olíuhreinsistöð í Venesúela.
Olíuhreinsistöð í Venesúela. Reuters

Verð á hráolíu hækkaði á heimsmarkaði í dag í kjölfar ummæla orkumálaráðherra Venesúela um að hann muni leggja það til á fundi OPEC-ríkjanna í september að dregið verði úr olíuframleiðslu.

Verðið hækkaði um 2,88 dali tunnan á markaði í New York í dag og fór í 114,65 dali. Í Lundúnum hækkaði verðið um 2,65 dali og var 114,60 dalir síðdegis.

Um tíma í dag lækkaði olíuverðið niður fyrir 110 dali en hækkaði á ný eftir ummæli Rafael Ramirez, olíumálaráðherra Venesúela.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka