Olíuverð niður fyrir 112 dali tunnan

Verð á hráolíu hefur lækkað í morgun
Verð á hráolíu hefur lækkað í morgun Reuters

Verð á hráolíu fór niður fyrir 112 dali tunnan í viðskiptum í Asíu í morgun þegar í ljós kom að hitabeltisstormurinn Fay hefur ekki skaðað olíuframleiðslu í Mexíkóflóa. Verð á hráolíu til afhendingar í september lækkaði um 97 sent í morgun og er 111,90 dalir tunnan í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York.

Í gær lækkaði verð á hráolíu um 90 sent og var lokaverð á NYMEX í gærkvöldi 112,87 dalir tunnan. Er það í fyrsta skipti síðan 1. maí sem lokaverð á hráolíu fer niður fyrir 113 dali tunnan.

Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í október um 1,04 dali í morgun og er 110,90 dalir tunnan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka