Vandinn dreifist til Svíþjóðar

Strikið í Kaupmannahöfn.
Strikið í Kaupmannahöfn. mbl.is/GSH

Hremmingarnar á dönskum húsnæðismarkaði hafa nú náð yfir til Svíþjóðar.

Húsnæðisverð í Málmey og svæðinu þar í kring hefur lækkað svipað og í Kaupmannahöfn, og talsvert meira en víðast hvar annars staðar í Svíþjóð. Þetta kemur fram í frétt í danska viðskiptablaðinu Børsen. Er þar vitnað í Per Johnler, aðstoðarforstjóra fasteignafélagsins Fastighetsbyrån í Svíþjóð.

Húsnæðisverð í Danmörku lækkaði um 9,3% á fyrsta fjórðungi þessa árs og var lækkunin svipuð í Málmey. Síðastliðna tólf mánuði lækkaði húsnæðisverðið í Svíþjóð hins vegar að jafnaði um 3% en um 10% í Málmey.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka