Ný íbúðalán bankanna hækkuðu um 2,6% milli mánaða í júlí og námu þá 411 milljónum króna, að því er kemur fram í Vegvísi Landsbankans. Þetta er 95% samdráttur á milli ára miðað við júlí á síðasta ári en samtals voru veitt 44 lán í mánuðinum og hafa þau aldrei verið færri.