Hraustlega gert hjá Landic

Forsvarsmenn Landic Property fóru í morgun á skrifstofur Keops Development og tóku við stjórn félagsins en í gær höfðu lögfræðingar Landic sent Stones Invest bréf í gær þar sem yfirtakan var tilkynnt og jafnframt gerðar kröfur á Stones um endurgreiðslur á þeim fjármunum sem Landic Property var búið að inna af hendi vegna viðskiptanna.

Starfsmenn Landic Property hafa verið að fara yfir rekstur Keops Development í dag til þess að fá yfirlit yfir stöðu þess og sjá hvernig Stones Invest hefur staðið að rekstrinum á undanförnu. Þessi vinna mun eflaust taka nokkra daga.

Á vef  Erhvervsejendom er fjallað um málið og sagt, að þótt Stones Invest hafi gert góð kaup fyrir þremur mánuðum hafi markaðsaðstæður breyst svo hratt að yfirtakan var orðin að fjárhagslegri katastrófu. 

Blaðið segir, að Stones Invest hefði fallið saman eins og spilaborg ef félagið hefði reynt að halda rekstri Keops Development áfram en til þess hefði félagið þurft eigið fé, fjármögnun og sterka forustu. Ekkert af þessu var til staðaðar og því hefðu bankarnir lagt á flótta. Þá hafi Stones Invest séð sér þann kost vænstan, að hlaupa frá kaupunum á Keops.

Landic Property hefði hins vegar sýnt þann kraft og mannsbrag, sem hafi einkennt íslenska kaupsýslumenn á undanförnum árum. Í stað þess að eyða tíma í að eiga við fólk, sem hleypur frá samningum, hafi Landic nú yfirtekið Keips Development aftur. 

„Stones Invest stendur sig vel á ýmsum sviðum á fasteignasviðinu hefur það tapað trúverðugleikanum. Um Landic er hins vegar aðeins hægt að segja: Virðing," segir í greininni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK