Bandaríski bifreiðaframleiðandinn General Motors hefur ákveðið að hætta að styrkja Óskarsverðlaunahátíð kvikmyndaiðnaðarins í Hollywood. Ástæðan er sögð versnandi afkoma fyrirtækisins, en GM hefur löngum verið einn stærsti stuðningsaðili Óskarsverðlaunanna.
Greiddi fyrirtækið t.a.m. 13,5 milljónir dala, andvirði um 1,1 milljarðs króna, fyrir auglýsingar tengdar verðlaunahátíðinni í febrúar síðastliðnum. Bílaframleiðendur hafa almennt lækkað þær upphæðir sem þeir verja í auglýsingar vestra og hefur það komið illa við fjölmiðlafyrirtæki eins og sjónvarpsstöðina ABC, sem sýnir Óskarsverðlaunahátíðina ár hvert.