Verð á hráolíu fór í dag á ný yfir 120 dali tunnan eftir að hafa farið niður undir 112 dali í byrjun vikunnar. Eru helstu ástæður fyrir verðhækkuninni sagðar vera aukin spenna milli Rússa og Bandaríkjamanna, lækkun gengis bandaríkjadals og minnkandi bensínbirgðir í Bandaríkjunum.