Svindluðu á Seðlabanka

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Kristinn

Stjórnendur Seðlabanka Íslands hafa breytt reglum um viðskipti fjármálafyrirtækja við bankann. Koma á í veg fyrir að fjármálafyrirtæki geti snúið á reglurnar og sótt endalaus lán í Seðlabankann. Nýju reglurnar eru tilbúnar og verða væntanlega kynntar fyrir helgi.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fengu viðskiptabankar, sem hafa heimild til að eiga viðskipti við Seðlabankann, aðrar fjármálastofnanir til að kaupa af sér verðbréf sem þeir gáfu sjálfir út. Sá sem keypti verðbréfið tók síðan lán í Seðlabankanum og lagði bréfin inn sem veð. Bankinn sem gaf út verðbréfið fékk andvirði lánsins afhent að hluta eða öllu leyti. Þannig hafa viðskiptabankar og önnur fjármálafyrirtæki getað sótt mikið fjármagn inn í Seðlabankann undanfarið.

Jafnvel hafa myndast svokallaðar útgáfukeðjur þar sem viðskiptabankarnir kaupa verðbréf hver af öðrum, fá lánað hjá Seðlabankanum með veði í bréfunum og afhenda andvirðið öðrum banka.

Samkvæmt nýju reglunum á að setja hámark á þá upphæð sem hægt er að fá að láni hjá Seðlabankanum með þessum hætti. Annars gæti þetta samstarf fjármálafyrirtækjanna undið upp á sig og verið misnotað. Engar reglur eru brotnar í þessum viðskiptum en stjórnendur Seðlabankans sáu ekki fyrir að hægt væri að leika á reglurnar með þessum hætti.

Í bréfi Seðlabankans til fjármálastofnana fyrir skömmu var útskýrt hvernig til stóð að breyta þessum reglum um viðskipti fjármálafyrirtæka við bankann. Var fyrirtækjunum gefinn kostur á að senda inn umsögn.

Fengu gula spjaldið

Ekki var gerð nein athugasemd í bréfinu við það hvernig þessi leið hefur verið nýtt undanfarið. Hins vegar hafa yfirmenn í fjármálafyrirtækjum heyrt í einkasamtölum hvað stjórnendum Seðlabankans finnst um þessa aðferð. Einn viðmælandi Morgunblaðsins sagði bankana hafa fengið gula spjaldið.

Hæf verðbréf til tryggingar í viðskiptum við Seðlabankann verða að vera gefin út af banka með lánshæfismat.

Ekki náðist í bankastjóra Seðlabankans við vinnslu fréttarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK