Hráolíuverð niður fyrir 120 dali á ný

Frá NYMEX markaðnum í New York þar sem viðskipti með …
Frá NYMEX markaðnum í New York þar sem viðskipti með hráolíu fara fram. AP

Verð á hráolíu lækkaði á ný í dag eftir að hafa hækkað umtalsvert í verði í gær vegna deilna Rússa og vesturveldanna eftir innrás Rússa inn í Georgíu. Verð á hráolíu til afhendingar í október hefur lækkað um 1,70 dali tunnan í 119,48 dali á NYMEX markaðnum í New York.

Verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í október hefur lækkað um 1,65 dali tunnan í 118,51 dal í Lundúnum í dag.

Í gær hækkaði verð á hráolíu um tæplega sex dali tunnan og fór um tíma yfir 122 dali tunnan í viðskiptum í New York.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK