Sparisjóður Mýrarsýslu tapaði 4,6 milljörðum á fyrri helmingi ársins. Eigið fé sjóðsins var í lok júní um 1,5 milljarður króna, samanborið við 6,3 milljarða króna í lok ársins 2007.
2,5 milljarða króna tap var á rekstrinum, en á sama tímabili í fyrra námu hreinar rekstrartekjur 3,6 milljörðum króna.
Vaxtagjöld jukust úr 1,6 milljarði króna á fyrri helmingi 2007 í 2,8 milljarða á fyrri helmingi þessa árs.
Tilkynningu og sex mánað uppgjör SPM má sjá hér.