Starfsmenn Ris kaupa móðurfélagið

Nýir eigendur Innova segja spennandi verkefni í farvatninu
Nýir eigendur Innova segja spennandi verkefni í farvatninu mbl.is/ÞÖK

Hópur lykilstarfsmanna undir forystu Þorgeirs Jósefssonar, forstjóra byggingafélagsins RIS ehf, hefur gengið frá kaupum á  öllum hlutabréfum í Innova ehf.  Seljendur eru Engilbert Runólfsson og Edda Sólveig Úlfarsdóttir, og láta þar með af öllum afskiptum af félaginu. Innova er móðurfélag og eini eigandi byggingafélagsins Ris ehf og JB byggingafélags.

Fyrirtækjasvið VBS fjárfestingarbanka hafði milligöngu um kaupin.  Kaupverð er trúnaðarmál, að því er segir í tilkynningu.

„Um mitt síðasta ár festum við kaup á JB byggingafélagi og byggingafélaginu RIS ehf.   Hvort félag um sig hefur sína sérstöðu innan íslensks byggingaiðnaðar og sameiginlegt eignarhald félagana hefur því reynst mikilvægt í þeim aðstæðum sem nú ríkja.  Tíminn sem liðin er frá kaupunum hefur bæði reynst skemmtilegur og lærdómsríkur.  Innan félagana liggur mikil þekking og reynsla og því ánægjulegt að hópur lykilstarfsmanna muni nú taka við stjórnun og eignarhaldi félagana”, segir Engilbert Runólfsson, í tilkynningu.

„Þrátt fyrir tímabundnar þrengingar á fasteignamarkaði eru mörg spennandi verkefni í farvatninu hjá dótturfélögum Innova Samhliða kaupunum á móðurfélaginu eflum við starfsemi beggja félaga og leggjum traustan grunn að rekstri þeirra til framtíðar.  Kaupendahópurinn er þannig samansettur að full ástæða er að líta björtum augum til framtíðar og vinnuna sem framundan er.” segir Þorgeir Jósefsson.

Líkt og greint hefur verið frá á mbl.is var 28 starfsmönnum JB byggingafélags sagt upp störfum í lok maí vegna þrenginga á byggingamarkaði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK