Iðnaðarnefnd Alþingis hélt sérstakan fund um málefni sparisjóðanna að beiðni Höskuldar Þórhallssonar, alþingismanns og fulltrúa Framsóknarflokksins, í gær.
Höskuldur segir að miklar áhyggjur af framtíð sparisjóðanna hafi komið fram á fundinum og að einn gestur nefndarinnar hafi gagnrýnt efnahagsbrotadeild harðlega fyrir að hafa ekki rannsakað nægilega þau viðskipti, yfirtökur og samruna sem orðið hafa í tengslum við sparisjóðina að undanförnu.
„Fulltrúi efnahagsbrotadeildarinnar sagði að hingað til hefði ekki verið ástæða til frekari rannsókna,“ segir hann og bætir við: „Hins vegar sagðist hann búast við því að einhver mál kæmu fljótlega inn á þeirra borð líkt og gerðist þegar netbólan sprakk.“