Hrein raunávöxtun lífeyrissjóða lækkaði

Hrein raunávöxt­un líf­eyr­is­sjóðanna, þ.e. ávöxt­un um­fram verðbólgu, lækkaði tölu­vert á milli ára og var um 0,5% á ár­inu 2007 sam­an­borið við um 10% árið 2006. Um 13% aukn­ing var hins veg­ar á eig­um líf­eyr­is­sjóðanna á milli ára og námu heild­ar­eign­ir þeirra tæp­lega 1700 millj­örðum króna sam­an­borið við um 1500 í árs­lok 2006. Sam­svar­ar þetta um 7% raun­aukn­ingu miðað við vísi­tölu neyslu­verðs.

Þetta kem­ur fram í skýrslu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um árs­reikn­inga líf­eyr­is­sjóða fyr­ir árið 2007. Í árs­lok 2007 voru 37 starf­andi líf­eyr­is­sjóðir sam­an­borið við 41 árið 2006. Sú fækk­un er til­kom­in vegna sam­ein­inga sjóðanna og er talið að sú þróun muni halda áfram. Á sama tíma hafa sjóðirn­ir verið að stækka og efl­ast og eru 10 stærstu líf­eyr­is­sjóðirn­ir með um 80% af heild­ar­eign­um líf­eyri­s­kerf­is­ins.

Iðgjöld líf­eyr­is­sjóðanna hækkuðu um 52% á milli ára eða úr 96 millj­örðum króna í árs­lok 2006 í tæp­lega 146 millj­arða króna í árs­lok 2007. Megin­á­stæða þess­ar­ar miklu hækk­un­ar er tal­in vera vegna hækk­un­ar lág­marksiðgjalda til líf­eyr­is­sjóðanna úr 10% í 12%, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 129/​1997, sem tók gildi 1. janú­ar 2007. Útgreidd­ur líf­eyr­ir var 40 millj­arðar árið 2006 en var rúm­lega 46 millj­arðar árið 2007.

Sér­eign­ar­sparnaður í vörslu líf­eyr­is­sjóða og annarra vörsluaðila á ár­inu 2007 jókst um 20% og nam 238 millj­örðum króna sam­an­borið við 198 millj­arða í árs­lok 2006. Sér­eign­ar­sparnaður í heild nam um 14% af heild­ar­eign­um líf­eyri­s­kerf­is­ins í árs­lok 2007. Iðgjöld til sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparnaðar hækkuðu úr 25,7 millj­örðum króna í 32,6 millj­arðar króna á ár­inu 2007, eða um 27%.

Sam­kvæmt lög­um um líf­eyr­is­sjóði skal vera jafn­vægi á milli eigna og skuld­bind­inga líf­eyr­is­sjóða. Komi í ljós við trygg­inga­fræðilega at­hug­un að mun­ur á eign­um og skuld­bind­ing­um er yfir 10% eða meiri en 5% sam­fellt í fimm ár ber líf­eyr­is­sjóði að grípa til viðeig­andi ráðstaf­ana til að ná jafn­vægi milli eigna og skuld­bind­inga. Sjö deild­ir líf­eyr­is­sjóða án ábyrgðar voru með nei­kvæða trygg­inga­fræðilega stöðu í árs­lok 2007 sam­an­borið við 10 deild­ir í árs­lok 2006.

Þeir líf­eyr­is­sjóðir sem njóta ba­ká­byrgðar rík­is, sveit­ar­fé­lags og banka eru und­anþegn­ir ákvæðum lag­anna sem fjalla um jafn­vægi milli eigna og skuld­bind­inga líf­eyr­is­sjóða. Lít­il breyt­ing er á stöðu þess­ara sjóða á milli ára en veru­leg­ur halli er á nán­ast öll­um deild­um. 

Fjár­mála­eft­ir­litið

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka