Olíuverð fer lækkandi

Verð á hráolíu hefur lækkað í morgun
Verð á hráolíu hefur lækkað í morgun Reuters

Olíuverð lækkaði í dag vegna sterkara gengis Bandaríkjadals en slík gengishækkun gerir hráolíu af Bandaríkjamarkaði dýrari fyrir erlenda kaupendur og leiðir því iðulega til minni eftirspurnar að sögn sérfræðinga.

Verð á hráolíu á New York-markaði til afhendingar í október, féll um 1,73 dali í 113,38 dali á tunnu.

Brent North Sea hráolía af Lundúnamarkaði fyrir október, féll um 1,58 dali í 112,45 á tunnu.

Hráolíuverð hefur lækkað úr methæðum yfir 147 dali á tunnu síðan í júlí, en verðið skaust úr 100 dölum í byrjun árs.

Að mati sérfræðinga á hefur erfitt efnahagsástand í Bandaríkjunum, stærsta orkuneytanda heims, orðið til þess að minnka eftirspurn eftir olíu. Óttast er um minnkandið eftirspurn í Evrópu og víðar um heim.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK