Hráolíuverð yfir 117 dali tunnan

Verð á hráolíu fór upp fyrir 117 dali tunnan í viðskiptum í Asíu í morgun og skýrist það einkum af áhyggjum fjárfesta af fellibylnum Gustav og hvort hann muni hafa áhrif á olíuframleiðslu í Mexíkóflóa þar sem fjórðungur af hráolíu sem fer á markað í Bandaríkjunum er framleidd. Verð á hráolíu til afhendingar í október hækkaði um 90 sent og er 117,17 dalir tunnan í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York.

Í gærkvöldi hækkaði verð á hráolíu um 1,16 dali tunnan í 116,27 dali á NYMEX markaðnum. 

Í Lundúnum hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í október um 66 sent og er 115,29 dalir tunnan.

Lægsta bensínverðið á höfuðborgarsvæðinu er á bensínstöðvum Orkunnar. Þar kostar lítrinn 164 krónur og dísillítrinn 179,80 krónur. Hins vegar er ódýrasta verðið á bensíni á landinu að finna hjá Orkunni á Akranesi. Þar kostar lítrinn 159  krónur og dísillítrinn 175 krónur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK