Byr sparisjóður verður að Byr sparisjóði hf. Þetta var samþykkt með handaruppréttingu á hluthafafundi undir kvöld og var mikill meirihluti samþykkur. Mætt var fyrir 65% atkvæða á fundinum sem haldinn var á Hótel Nordica Hillton.
Tillagan er um samruna Byrs sparisjóðs við hlutafélagið Byr sparisjóður hf. Slíkur samruni er nauðsynlegur eigi að breyta sparisjóði í hlutafélag. Stjórn Byrs tilkynnti í upphafi júlímánaðar að athugun á kostum þess að breyta sjóðnum í hlutafélag stæði yfir.
Samruninn er háður samþykki Fjármálaeftirlitsins.