Hagnaður Eyris Invest á fyrri hluta ársins 2008 nam 298 milljónum króna eftir skatt. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins 2,2 milljörðum króna. Eigið fé félagsins er 18,2 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 31,3%. Á sama tíma í fyrra nam eigið fé Eyris 18,1 milljörðum og eiginfjárhlutfallið var um 37,6%.
Heildareignir Eyris nema 58 milljörðum króna, en voru fyrir ári 48,2 milljarðar.
„Við erum sátt við að skila lítils háttar hagnaði á fyrri hluta ársins við afar erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum. Mest um vert er að við höfum skilað góðri ávöxtun í fortíð og höfum þolinmæði og styrk til að grípa þau tækifæri sem kunna að myndast í náinni framtíð, “ segir Árni Oddur Þórðarsson, forstjóri Eyris.