Hagnaður MP fjárfestingarbanka eykst

Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP
Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP

Hagnaður MP fjárfestingarbanka eftir skatta nam 1525 milljónum króna á fyrri hluta ársins sem er 36,4% aukning samanborið við fyrstu sex mánuðina árið 2007.

Heildareignir bankans jukust um 29,8% frá áramótum, voru 68.220 milljónir í lok júní 2008, samanborið við 52.549 milljónir þann 31. desember 2007. Laust fé bankans nam 10.742 milljónum þann 30. júní 2008.  Eigið fé var 7502 milljónir þann 30. júní sem nemur 21,3% aukningu frá 31. desember.

Eiginfjárhlutfall (CAD) samstæðunnar var 29,6% í lok júní 2008 samanborið við 28,1% í árslok 2007.

Í tilkynningu bankans segir, að þóknunartekjur bankans dragist nokkuð saman frá árinu 2007 sem skýrist af minnkandi veltu á innlendum hlutabréfamarkaði en á sama tíma megi sjá verulega aukningu í þóknunum skuldabréfamiðlunar sem og umtalsverðri tekjuaukningu frá útibúi bankans í Litháen.  

Sjá nánar um uppgjörið 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK